Heimastuð fyrir alla

Heimastuð, hleðslustöðvar í áskrift, er spennandi kostur fyrir heimilið, hvort sem um er að ræða einbýli eða fjölbýli.

Til þess að komast í Heimastuð Orkusölunnar þarf heimilið þitt að vera í viðskiptum hjá okkur. Ef þú ert ekki nú þegar í viðskiptum hjá Orkusölunni þá göngum við frá því þegar þú hefur valið þér hleðslustöð.

Með því að leigja hleðslustöð hjá Orkusölunni gegn vægu gjaldi er lægri kostnaður greiddur í upphafi miðað við að kaupa sína eigin hleðslustöð. Rekstur stöðvarinnar, bilanir og möguleg útskipti eru á ábyrgð Orkusölunnar.

Kynntu þér möguleikana hér á hleðslustöðvum fyrir sérbýli.

Fyrir fjölbýli eru einnig sveigjanlegar lausnir í boði. Með Heimastuði Orkusölunnar greiðir fjölbýlið 3410 kr. á mánuði og íbúar geta hlaðið að vild. Frábær lausn fyrir íbúa þar sem það er hagkvæmast að hlaða heima. Allt rafmagn úr hleðslustöðvum Orkusölunnar er framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum.

Kynntu þér Heimastuð fyrir fjölbýli hér.