Orkusalan færir þjóðinni stuð

Eitt af markmiðum Orkusölunnar er að "koma Íslandi í stuð" og því höfum við ákveðið að hluti af styrktarupphæð okkar verði nýtt í að gefa þjóðinni bókstaflega stuð... með hjálp hjartastuðtækja! Slík tæki hafa bjargað mörgum mannslífum en þau eru auðveld í notkun og leiðir tækið þig áfram í björgunaraðgerðunum.

Að þessu sinni fengu Listaháskóli Íslands, Stykkishólmsbær, Langanesbyggð, Dalabyggð og Dalvíkurbær hjartastuðtæki að gjöf frá Orkusölunni. Orkusalan hefur einnig sett upp hjartastuðtæki í Urðarhvarfi 8 í stigahúsinu.

Orkusalan - stuðprófíll Sigmundína

Stuð beint í hjartað

“Orkusalan færir þjóðinni stuð inn á heimilin í formi rafmagns og viljum við vera í stuði á öllum okkar vígstöðum. Sem liður í styrktarstefnu fyrirtækisins gáfum við fimm hjartastuðtæki á valda staði. Með þessu vildum við gefa stuð þegar á þarf að halda og er þetta mögulega eina gjöfin sem við vonumst innilega til að þurfi aldrei að nota. Það má því segja að þetta sé stuð beint í hjartað.,,

segir Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, sérfræðingur í markaðsmálum hjá Orkusölunni.