Viðskiptaskilmálar

Stuðkveðjur

Með því að því að senda inn stuðkveðju lýsir þátttakandi því yfir að viðkomandi hafi lesið og samþykkt þessa skilmála.

Innsendingar eru opnar öllum einstaklingum, óháð viðskiptum við Orkusöluna, sem náð hafa 18 ára aldri. Ef senda skal kveðju í nafni ólögráða einstaklings skal nafn og netfang forráðamanns skráð fyrir kveðjunni en heimilt er að birt nafn með kveðju sé nafn ólögráða. Óheimilt er að öðru leyti að senda inn kveðju í nafni annars einstaklings eða félags. Innsendingar eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Orkusölunni er ekki skylt að birta allar innsendar kveðjur og ábyrgist ekki að stuðkveðjur verði birtar á tilteknum tíma innan sólarhringsins. Þá áskilur Orkusalan sér rétt til að birta ekki kveðjur sem innihalda kynþáttaníð, áróður, ærumeiðandi og/eða niðrandi ummæli um einstaklinga, eru kynferðislegs eðlis eða á annan hátt óviðeigandi.

Innihald kveðju er alfarið á ábyrgð sendanda og er Orkusalan skaðlaus í málum er kunna að hljótast af birtingu skilaboða.

Skilaboðin verða birt á umhverfisskiltum og strætóskýlum þriðjudaginn 11. mars 2025. Orkusalan áskilur sér jafnframt rétt til að nýta innsendar kveðjur í markaðsefni á vef sínum, samfélagsmiðlum og/eða í fjölmiðlaumfjöllunum eftir þann dag. Orkusalan áskilur sér rétt til setja sig í samband við sendanda skilaboða sem vinna á með.

Ég samþykki vistun persónuupplýsinga í tengslum við Stuðkveðjurnar skv. Persónuverndarskilmálum Orkusölunnar. Með því að senda stuðkveðju samþykkir þú að Orkusalan megi hafa samband við þig í síma eða tölvupósti með tilboð og fréttir.

Komi til lögfræðilegs ágreinings er varðar stuðkveðjur og framkvæmd þeirra skal málið rekið fyrir dómstólum á Íslandi.

Almennir viðskiptaskilmálar Orkusölunnar, síðast uppfærðir 1. febrúar 2022.

Skilmálar um hleðsluáskrift Orkusölunnar, síðast uppfærðir 1. febrúar 2023.