Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar

Magnús kjörinn varaformaður stjórnar Samorku

Magnús Kristjánsson, forstjóri Orkusölunnar, hefur verið kjörinn varaformaður stjórnar Samorku en hann hefur setið í stjórninni síðan 2023. Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, er jafnframt nýr formaður. Stjórnina skipar ásamt Sólrúnu og Magnúsi:

  • Árni Hrannar Haraldsson ON
  • Páll Erland HS Veitur
  • Aðalsteinn Þórhallsson HEF Veitur
  • Ríkarður Ríkarðsson Landsvirkjun
  • Guðlaug Sigurðardóttir Landsnet

"Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt með því að vera kjörinn varaformaður stjórnar Samorku – samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi.

Samorka gegnir lykilhlutverki í mótun stefnu og samvinnu á sviði orkumála, vatnsveita og fráveita. Ég hlakka til að taka enn virkari þátt í því mikilvæga samtali sem framundan er – um orkuöryggi, sjálfbærni, nýsköpun og þau fjölmörgu tækifæri sem felast í grænni framtíð.

Það er mér bæði heiður og ánægja að starfa í stjórn Samorku með svo öflugum og reynslumiklum hópi fólks. Samstaða, fagmennska og framtíðarsýn eru drifkraftar þessa mikilvæga starfs." segir Magnús.