Orkusalan tók þátt í opinberri heimsókn til Noregs

Magnús Kristjánsson, forstjóri Orkusölunnar, tók á dögunum þátt í opinberri heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til Noregs. Var hann hluti af viðskiptasendinefnd Íslands fyrir hönd Orkusölunnar. „Ferðin var frábært tækifæri fyrir okkur til að byggja upp tengslanet í norska orkugeiranum og við önnur fyrirtæki sem vinna að sjálfbærum lausnum. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg en það voru mörg erindi sem snéru að orkuskiptum, loftslagsmálum og nýsköpun í kolefnisförgun. Norðmenn hafa lengi verið framarlega til dæmis í rekstri og þróun vatnsaflsvirkjana sem við getum horft til“ segir Magnús.

Sem fyrr segir var dagskráin þétt skipuð valinna viðburða, má þar meðal annars nefna heimsókn í BI Norweigan Business School, Green Economy Business Forum í Osló og tengslaviðburður um borð í rafknúna skipinu MS Brisen. „Eftirminnilegast verður þó líklega að hafa fengið að taka þátt í hátíðarkvöldverði í konungshöllinni í Osló. Þar tók Haraldur Noregskonungur á móti gestum ásamt konungsfjölskyldunni. Halla Tómasdóttir hélt ræðu og var landi og þjóð til mikils sóma.“

Heimsókn sem þessi hefur mikla þýðingu fyrir Orkusöluna. Eitt af okkar megingildum í rekstri er gróska enda er orkugeirinn í mikilli þróun og við þurfum að fylgjast vel með nýsköpun og stöðugt leita leiða til að bæta við okkur þekkingu. Ferðin til Noregs færir okkur mikinn innblástur til framtíðar