Rjúkandavirkjun

Uppsett afl
1,8 MW
Meðalrennsli á sek.
2,2 M3
Virkjunin opnaði
1954
Staðsetning
Snæfellsnes

Rjúkandavirkjun

Árið 1947 heimilaði Alþingi virkjun Fossár við Ólafsvík og var áformað að reisa 2.400 hestafla (0,9 MW) orkuver. Virkjunin var endurnýjuð og stækkuð í 1,8 MW 2014.

Fossá

Fossá á upptök sín í Snæfellsjökli. Hún rennur neðan­jarðar í vikurjarð­lögum þar til hún sprettur fram úr lindum við Gerðu­berg. Áin hefur þá tekið á sig einkenni lindár en í leys­ingum og rign­ingatíð blandast hún yfir­borðs­vatni. Vatna­svið Fossár er um 10-12 km2 og meðal­rennsli 2,2 m3/sek.

Fossá rennur í norð­urátt niður með Ólafsvík og fellur að lokum í Breiða­fjörð. Í ánni er tilkomu­mikill foss, Rjúk­andi. Nafn sitt dregur hann af úða sem stígur jafnan upp af honum. Árið 1947 heim­ilaði Alþingi virkjun Fossár og var áformað að reisa 2.400 hest­afla (1,8 MW) orkuver. Frá því átti að leggja háspennu­línu til Ólafs­víkur og Hell­issands. Rafmagns­veitum ríkisins var falið að annast fram­kvæmdir og rekstur.

Virkj­unin reist

Öllum undir­bún­ingi var lokið sumarið 1949. Hafði virkj­unin tekið tölu­verðum breyt­ingum frá upphaflegum áætl­unum. Fjár­magn fékkst aðeins til að reisa 1.200 hest­afla (895 kW) virkjun eða helm­ingi minni en ráðgert var í upphafi.

Sumarið 1951 hófst jarð­vinnsla og stöðv­arhús var reist árið eftir. Áin var stífluð rétt ofan við Rjúkanda, neðan við þann stað er Gerðu­bergsá rennur í Fossá. Stíflan er þunga­stífla úr járn­bentri stein­steypu og frá henni liggur um 1,5 km löng þrýsti­vatns­pípa til stöðv­ar­húss. Fallhæð frá stíflu og niður í stöðvarhús er tæpir 200 metrar. Inntakslón er ennfremur vatns­forðalón og er rúmtak þess aðeins nokkur þúsund rúmmetrar. Nægir það einvörð­ungu í nokkrar klukku­stundir. Vinnu við stíflu var lokið að mestu haustið 1953 og árið eftir var Pelton-hverfli komið fyrir ásamt tilheyr­andi tækjum.

Virkj­unin opnuð

Virkj­unin var svo form­lega gang­sett 18. sept­ember 1954. Hún var í upphafi kölluð Foss­ár­virkjun en nafninu var síðar breytt í Rjúkanda­virkjun. Virkjað rennsli er 0,7m3/s og er það nálægt lágmarksrennsli árinnar. Virkj­unin hefur því lítið stöðvast vegna vatns­leysis til vélar. Rjúkanda­virkjun var tengd inn á samveitu­kerfið síðla árs 1974 með 66 kíló­volta línu frá Vatns­hömrum að Vega­mótum. Uppsett afl virkj­un­ar­innar er 840 kW.