Smyrlabjargaárvirkjun

Uppsett afl
1,3 MW
Meðalrennsli á sek.
1,38 M3
Virkjunin opnaði
1969
Staðsetning
Suðursveit

Smyrlabjargaárvirkjun

Virkjunin stendur í Suðursveit.

Smyrla­bjargaá

Smyrla­bjargaá rennur um Suður­sveit. Hún er að megin­stofni dragá en jökulsá að nokkru. Smyrla­bjargaá fær hluta vatns frá jökul­tungu úr Heina­bergs­jökli og eru örar breyt­ingar á vatns­rennsli frá jökl­inum. Heina­bergs­jökull hefur verið á undan­haldi undan­farna áratugi og því var fyrir­hug­aðri virkjun um miðjan sjötta áratug frestað. Þótti nauð­syn­legt að mæla rennsli á lengra tíma­bili áður en fram­kvæmdir hæfust.

Árið 1956 var samið við Tékka um kaup á vélum og öðrum búnaði fyrir orkuver í Smyrla­bjargaá. Útboðið var að hluta tengt undir­bún­ingi að virkjun Grímsár, Mjólkár og Fossár í Hóls­hreppi við Reið­hjalla. Eftir að hætt var við virkjun var dísil­raf­stöð á Höfn stækkuð í því skyni að vinna markað fyrir vænt­an­lega vatns­afls­virkjun.

Verk­fræði­stofa Sigurðar Thoroddsen gerði nýja frum­áætlun árið 1967. Miðaðist hún við að vélar sem komu til landsins 10 árum áður yrðu notaðar. Voru gerðar nokkrar breyt­ingar frá fyrri áætlun. Sú veiga­mesta var að vatns­forðalón var stækkað.

Virkj­unin reist

Virkj­unin var reist nálægt bænum Smyrla­björgum og hófst vinna í ágúst 1968. Norð­ur­verk hf. sá um verkið og lauk við steypu­vinnu sama haust. Fram­kvæmdir gengu þokka­lega árið eftir og var áformað að ræsa vélar snemma í ágúst 1969. Það tókst ekki vegna mikilla rign­inga sem töfðu en í sept­ember voru vélarnar gang­settar. Kom þá í ljós bilun í þrýsti­legu­kransi á öxli hverfils. Var um efnis­galla að ræða og þurfti að fá nýjan krans að utan. Endan­legar próf­anir á vélum fóru fram undir lok sept­ember og virkj­unin var form­lega ræst 3. október 1969.

Í upphafi var búist við að afkasta­geta virkj­un­ar­innar yrði 1.000 kW og er það skráð uppsett afl hennar. Með því að hækka stíflu auk annarra aðgerða jókst afkasta­geta í 1.200 kW. Síðar var vatns­hjóli hverfils breytt og með því komst afkasta­geta í 1,3 MW við bestu skil­yrði.

Inntakslón er einnig miðl­un­arlón og stál­pípa liggur úr miðl­un­ar­lóni í vélar. Árið 1974 var miðlun aukin um nær helming með því að stífla rennsli úr vötnum uppi á heið­inni fyrir ofan Smyrla­bjargaá.