Hleðslustöðvar Orkusölunnar á korti
Orkusalan hefur sett upp kort hér á vefnum þar sem má sjá yfirlit yfir allar hleðslustöðvar Orkusölunnar á landinu. Hleðslustöðvar Orkusölunnar má finna víðsvegar um landið og er því afar hentugt að geta séð yfirlit yfir núverandi og væntanlegar stöðvar.
Orkusalan hóf vegferð sína í hleðslulausnum árið 2018 með það að markmiði að auðvelda rafbílaeigendum að komast leiðar sinnar hringinn í kringum landið. Allar stöðvar Orkusölunnar eru aðgengilegar í E1 appinu.