Stefna og viðbragðsáætlun gegn EKKO

Stefna þessi og viðbragðsáætlun nær til alls starfsfólks Orkusölunnar og verður stuðst við í öllum þeim tilvikum þar sem starfsfólk er grunað um að leggja starfsfólk í einelti, áreita, beita ofbeldi eða annarri ótilhlýðlegri háttsemi.

Stefna og viðbragðsáætlun fyrirtækisins eru setta í samræmi við 38. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Markmið

Markmið Orkusölunnar er að unnið sé markvisst að því að fyrirbyggja og uppræta einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni og ofbeldi með því að:

  • Stuðla að fræðslu og forvarnarstarfi gegn óæskilegri hegðun á vinnustaðnum og þannig auka vitund og skilning á framangreindri háttsemi
  • Upplýsa starfsfólk um málsmeðferð slíkra mála og hvernig það getur komið kvörtun,ábendingu eða rökstuddum grun í réttan farveg.
  • Fylgja viðbragðsáætlun sem kveður á um viðbrögð ef fram koma kvartanir eða ábendingar um framangreinda háttsemi.

Stefna og viðbragðsáætlun gegn EKKO