Jafnlaunastefna
Stefna Orkusölunnar er sú að launaákvarðanir séu byggðar á málefnalegum forsendum og tryggt sé að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu vera ákveðin á sama hátt fyrir öll, óháð kyni. Skulu þau vera viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismun (6. gr. Laga nr 150/2020).
Til að framfylgja jafnlaunastefnunni hefur Orkusalan innleitt vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST85 og skuldbindur sig til að vinna að stöðugum umbótum.
Markmið
Markmið Orkusölunnar er að tryggja öllu starfsfólki, konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá séu greidd jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að óútskýrður launamunur sé ekki til staðar. Til að ná því markmiði mun Orkusalan:
- Viðhalda jafnlaunavottun í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85.
- Framkvæma árlega launagreiningu og kynna niðurstöður fyrir starfsfólki.
- Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
- Framkvæma innri úttekt, rýna kerfið og árangur þess með stjórnendum.
- Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta á fundi hlítni við lög.
- Kynna stefnuna fyrir starfsfólki Orkusölunnar.
- Stefnan skal vera aðgengilega almenningi á ytri vef Orkusölunnar.
- Jafnlaunastefna