Jafnréttisstefna
Stefna Orkusölunnar er að fyllsta jafnrétts sé ávallt gætt í starfsemi fyrirtækisins, óháð kyni, kynþætti, trú, aldrei, fötlun, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni eða öðrum félagslegum þáttum. Orkusalan leggur áherslu á að stuðla að jafnrétti og fjölbreytni á vinnustaðnum, þar sem allir starfsmenn hafa jöfn tækifæri og eru metnir að verðleikum. Orkusalan skuldbindur sig til að vinna að stöðugum umbótum í jafnréttismálum.
Markmið og áætlun
Markmið Orkusölunnar er að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hjá félaginu og hefur Orkusalan skuldbundið sig til að framfylgja jafnréttisáætlun frá 2024-2028. Í jafnréttisáætlun félagsins eru markmiðin og aðgerðirnar skilgreind sérstaklega og snúa að eftirfarandi þáttum.
- Launajafnrétti.
- Laus störf, starfsþróun, endurmenntun og símenntun.
- Samræming fjölskyldu og atvinnulífs.
- Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni.