Viðskiptavinir Orkusölunnar hafa aldrei verið í meira stuði!

Það gleður okkur að sjá niðurstöður úr Íslensku ánægjuvoginni 2024, þar sem fram kemur að ánægja viðskiptavina Orkusölunnar er að aukast töluvert milli ára og var þetta okkar besti árangur frá upphafi. Íslenska ánægjuvogin mælir ár hvert ánægju viðskiptavina og frammistöðu fyrirtækja gagnvart samkeppnisaðilum. Niðurstöður sem þessar hvetja okkur áfram að koma Íslandi í stuð!

Við horfum björtum augum fram á við og setjum alla okkar orku í að þjónusta okkar viðskiptavini enn betur. Það er besta orkuleiðin!