Hleðslustuð fyrir fjölbýli
Sveigjanlegar lausnir fyrir fjölbýlið
Með Hleðslustuði Orkusölunnar greiðir fjölbýlið 3410 kr. á mánuði og íbúar geta hlaðið að vild! Frábær lausn fyrir íbúa þar sem það er hagkvæmast að hlaða heima. Allt rafmagn úr hleðslustöðvum Orkusölunnar er framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum.
Hvað er innifalið?
- Hleðslustöð er leigð hjá Orkusölunni gegn vægu gjaldi. Þannig greiðir fjölbýlið lægri kostnað í upphafi frekar en þegar eigin hleðslustöð er keypt.
- Fjölbýlið fær hleðslustöð með hámarks hleðslugetu eða þriggja fasa 22kW. Þannig stöð ræður vel við álagið að hlaða í fjölbýli. Kynntu þér stöðina hér.
- Rekstur stöðvarinnar, bilanir og möguleg útskipti er á ábyrgð Orkusölunnar.
- Áskriftargjald er greitt mánaðarlega af íbúum (séreignarstæði) eða húsfélagi (sameignarstæði).
- Hver og einn íbúi eða gestur hleður sinn bíl og borgar fyrir það í gegnum E1 appið.
- Hleðslustöðvarnar eru álagsstýrðar og fasajafnaðar.
- Hleðslustöðvarnar uppfylla öll ákvæði Húsnæðis- og mannvirkjunarstofnunar.
- Hægt er að segja upp áskriftinni með litlum fyrirvara og er enginn binditími á henni.
Hvað þarf þá að gera núna?
- Hafa samband við okkur í Orkusölunni og fá tilboð. Fáðu tilboð hér!
- Sérfræðingur mætir á staðinn ásamt rafverktaka, metur aðstæður og veitir ráðgjöf.
- Orkusalan gefur húsfélaginu tilboð í uppsetningu grunnnets.
- Um leið og grunnnetið er komið, er pöntun lögð inn fyrir húsfélagið og íbúa um Heimastuð.
- Sérfræðingar sjá um uppsetningu á hleðslukerfi og gefa íbúum leiðsögn um notkun.
Grunnnet
- Grunnnet þarf að vera til staðar svo hægt sé að panta Hleðslustuð í fjölbýli.
- Uppsetning á grunnneti er framkvæmd af rafverktaka.
- Grunnnet í séreignaraðstæðum felur í sér breytingar á töflu og/eða heimtaug, lagnaefni og tengibúnað, lagnir að hleðslustöðvum og uppsetningu á dokkum.
- Í sameignararaðstæðum er jarðvegsvinna einnig hluti af grunnneti.
- Sérfræðingar Orkusölunnar veita alltaf ráðgjöf varðandi hönnun raflagna og uppsetningu grunnnets.
Hvaða stöð fær fjölbýlið?
Fjölbýlið fær uppsetta Garo stöðina. Snjöll og fjölhæf 22 kW hleðslustöð sem tæklar öll verkefni. Hleðsluhraðinn er 7,4 kW á einum fasa (32A) en 22kW á þremur fösum (32A).