
Nýjar StoppuStuð stöðvar í Reykjavík
Á dögunum bættust við þrjár nýjar staðsetningar fyrir StoppuStuð hleðslustöðvar Orkusölunnar. Við erum sífellt að bæta við stöðvum til að auka þægindi fyrir rafbílaeigendur. Nýju stöðvarnar eru á eftirtöldum stöðum:
- 4 stöðvar við Hólatorg í 101 Reykjavík.
- 4 stöðvar á Laugarnesvegi í 105 Reykjavík nærri Listaháskólanum.
- 6 stöðvar við Sigtún í 105 Reykjavík við Ásmundarsafn.
Allar stöðvarnar eru 22 kWh stöðvar.