
UFS skýrsla 2024
Orkusalan birtir ófjárhagslegar upplýsingar eða UFS skýrslu samkvæmt leiðbeiningum Viðskiptaráðs Íslands. Með þeirri upplýsingagjöf gefur Orkusalan góða mynd af áherslum og núverandi stöðu á sviði umhverfis, stjórnarhátta og félagslegra þátta. Orkusalan leggur mikla áherslu á að starfa í sátt við samfélag og umhverfi og telur slíka upplýsingagjöf mikilvæga til að auka gagnsæi á einfaldan og auðlesanlegan máta.