Stuðsvell Orkusölunnar og Nova opnar!
Skautaðu inn jólin með fjölskyldu og vinum
Skautasvell Orkusölunnar og Nova á Ingólfstorgi er fullkominn staður til að spara sína orku yfir hátíðirnar og er ómissandi hluti af jólaundirbúningi landsmanna. Árlega koma yfir 20.000 gestir og skauta inn jólin og skapa þannig dýrmætar minningar með fjölskyldu og vinum.
Stuðsvellið opnar föstudagskvöldið 22.nóvember þar sem skautadeild Fjölnis mun vígja svellið og svo tekur Aron Can við og heldur uppi stuðinu með alvöru tónleikum fyrir gesti og gangandi.
Eftir tónleikana er frítt að skauta til kl 22:00!
Fyrsti skautadagur er svo laugardaginn 23.nóvember.
Jólastemning á Ingólfstorgi
Við höfum seinustu ár haldið uppi stuðinu á svellinu og verður svellið í ár orkumeira en aldrei fyrr. Þegar líður á desember er ekki bara jólaskrautið sem skreytir borgina, heldur er jólaandinn að renna sér á Stuðsvellinu. Með jólatónlist í loftinu er þetta hinn fullkomni vettvangur til að hitta fjölskyldu og vini í jólastemningu. Hvort sem þú ert vanur skautari eða að skauta þín fyrstu skref þá er Stuðsvellið opið fyrir öll sem vilja nýta orkuna á svellinu og hlaða batteríin fyrir komandi jólatíð.
Mundu svo eftir Þorláksmessutónleikunum á Stuðsvellinu 23.desember!
Jólafjör með Orkusölunni og Nova
Skautasvellið hefur ekki aðeins vakið mikla gleði fyrir þau sem vilja njóta þess að renna sér, heldur verðum við á svæðinu með alls konar uppákomur, gleði og stuð. Eftir skautaferð er tilvalið að hlýja sér með heitu súkkulaði og spara orkuna með þeim sem eru með þér á svellinu. Stuðálfar verða á vappinu alla laugardaga til að skemmta skauturum og yngri kynslóðinni.
Stuðsvellið verður opið mestan hluta dagsins í desember, frá kl.12:00 - 22:00. Þú finnur opnunartíma Stuðsvellsins hér