Inneignir hjá Orkusölunni
Hér að neðan er að finna gagnlegar upplýsingar um inneignir, hvernig þær myndast og hvernig þeim er ráðstafað.

Skilaboð um inneign (14. febrúar)
Föstudaginn 14. febrúar sendum við tölvupóst og SMS-skilaboð til þeirra sem eiga inneign hjá Orkusölunni.
Við hvetjum viðtakendur skilaboðanna til þess að:
- opna Mínar síður Orkusölunnar til þess að sjá stöðu inneignar, og
- skrá bankaupplýsingar til þess að fá inneignina endurgreidda.
Í sumum tilfellum getur verið um að ræða inneign sem myndaðist fyrir nokkru síðan.
Ef inneignin tilheyrir fyrirtæki er hér að finna gagnlegar upplýsingar um möguleika til innskráningar fyrir hönd fyrirtækja.