Fróðleikur um reikninga
Hér að neðan er að finna gagnlegar upplýsingar um rafmagnsreikninga frá Orkusölunni, greiðslumáta og afhendingu.

Reikningar á Mínum síðum
Allir reikningar viðskiptavina eru aðgengilegir á Mínum síðum Orkusölunnar, þar sem hægt er að skoða reikninga og hlaða þeim niður á PDF-formi.
Einn reikningur getur verið fyrir rafmagnsnotkun á mörgum stöðum (til dæmis geta heimili og sumarbústað birst á sama reikning).
Á síðunni „Notkunarstaðir“ er hægt að sundurliða rafmagnskostnað nánar eftir hverjum og einum notkunarstað.