Birgir Hilmarsson, sumarstarfsmaður
Birgir Hilmarsson hóf störf hjá Orkusölunni í maí 2023 sem sumarstarfsmaður í þjónustuveri.
,,Sumarið 2023 hóf ég störf í þjónustuverinu hjá Orkusölunni, mín helstu verkefni í þjónustuverinu er að svara símanum með stuði og að svara tölvupóstum. Hver einasti dagur í þjónustuverinu er virkilega fjölbreyttur og skemmtilegur, " segir Birgir sem var ekki lengi að ná tökum á rafmagnsbransanum og svarar viðskiptavinum Orkusölunnar með bros á vör.
Hvað gerir Orkusöluna að góðum vinnustað?
Fyrir Birgi skiptir mórallinn á vinnustaðnum miklu máli.
,,Klárlega starfsfólkið. Hér í Orkusölunni ríkir virkilega góður mórall sem skiptir gífurlega miklu máli til þess að gott samstarf á sér stað. Að vinna í orkugeiranum er líka frábær reynsla fyrir mig þar sem ég læri helling af nýjum hlutum sem nýtist mér vel í náminu. Auk þess fáum við geggjaðan mat," segir Birgir.
Hvað er stuð fyrir þér?
,,Stuð fyrir mér er að vera hress og kátur sem fæst einfaldlega með því að spila, stunda íþróttir, hlusta á tónlist og að ferðast sérstaklega með góðum vinum," segir Birgir að lokum.