Björgvin Ingi Ólafsson, sumarstarfsmaður
Björgvin Ingi Ólafsson hóf störf hjá Orkusölunni í maí 2023 sem sumarstarfsmaður í þjónustuveri.
,,Sumarið 2023 hóf ég störf hjá Orkusölunni sem sumarstarfsmaður. Mín helstu verkefni eru, að skrá nýja viðskiptavini í viðskipti, hringja í fólk og bjóða þeim að koma í viðskipti og sjá um pantanir á hleðslustöðum," segir Björgvin var mjög fljótur að tileinka sér rafmagnslingóið enda nýstúdent frá Tækniskólanum (rafiðn) og þekkir vel til.
Hvað gerir Orkusöluna að góðum vinnustað?
Útsýnið og starfsfólk Orkusölunnar er það sem skiptir Björgvin miklu máli.
,,ALLT starfsfólkið er skemmtilegt og gerir það því vinnudag allra skemmtilegan. Það er líka mjög þægilegt að geta farið út á svalir og fengið sér ferskt loft meðan maður nýtur útsýnisins," segir Björgvin.
Hvað er stuð fyrir þér?
,,Gott hláturskast með fjölskyldu eða vinum er alltaf mesta stuðið," segir Björgvin að lokum. Björgvin stefnir á rafmagnsverkfræði í haust en þegar hann er ekki að hugsa um rafmagn þá er hann að rústa fólki í borðtennis, en Björgvin er tvöfaldur Íslandsmeistari í borðtennis í flokki 16 til 18 ára og Íslandsmeistari í tvíliðaleik í sama aldursflokki.