Gunnhildur

Gunnhildur Jónsdóttir, sérfræðingur í viðskiptakerfum

Gunnhildur hóf störf hjá Orkusölunni árið 2020 sem sölu- og þjónusturáðgjafi en frá árinu 2021 hefur hún starfað sem sérfræðingur í viðskiptakerfum. ,,Mín helstu verkefni sem sérfræðingur í viðskiptakerfum er að fylgjast með tekjum fyrirtækisins, sjá um reikningakeyrslur og innheimtumál. Við erum einnig að fikra okkur áfram í vinnslu gagna og hvernig við getum nýtt viðskiptagreind til að fullkomna ferlana okkar," segir Gunnhildur

Hvað gerir Orkusöluna að góðum vinnustað?

,,Klárlega starfsfólkið og starfsandinn á vinnustaðnum er ólíkur öllu sem ég hef kynnst. Sveigjanlegur vinnutími og mjög fjölskylduvænn vinnustaður sem hentar vel þegar maður er með tvö lítil kríli," segir Gunnhildur sem er einmitt nýkomin aftur til starfa eftir fæðingarorlof.

Orkusalan - stuðprófíll

Hvað er stuð fyrir þér?

Gunnhildur er mikil stuðkona og finnst fátt skemmtilegra en að hafa gaman í góðra vina hópi. ,,Stuð fyrir mér er að blasta góðri tónlist og vera í góðra vina hóp. Passa að hafa alltaf eitthvað til að hlakka til og njóta augnabliksins," segir Gunnhildur.