Halla Marinósdóttir, öryggis- umhverfis- og gæðastjóri

Halla hefur unnið hjá Orkusölunni í rúm sex ár og hefur starfað i mismunandi deildum innan fyrirtækisins. ,,Ég byrjaði hjá Orkusölunni sem sumarstarfsmaður vorið 2016 og vann þá í þjónustuverinu. Ég fór svo yfir í fyritækjaráðgjöf nokkrum árum seinna en í dag starfa ég sem öryggis- umhverfis og gæðastjóri," segir Halla.

,,Það besta við starfið mitt er að enginn dagur er eins. Mín helstu verkefni undanfarið er að innleiða og koma upp vottuðu umhverfis og öryggisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 14001 og 45001. Það hefur verið mjög skemmtilegt og lærdómsríkt ferli sem lauk núna með vottun í byrjun árs 2023," segir Halla

Hvað gerir Orkusöluna að góðum vinnustað?

Halla nefnir að það sé margt sem gerir Orkusöluna að góðum vinnustað. ,,Verkefnin mín eru mjög fjölbreytt, vinnuumhverfið er gott og jafnvægi ríkir á milli vinnu og fjölskyldulífs," segir Halla.

,,Ekki má gleyma því að starfsmenn Orkusölunnar eru frábærir og eiga stóran þátt í því að gera Orkusöluna að spennandi vinnustað," segir Halla

Hvað er stuð fyrir þér?

,,Það fer eftir því hvaða dagur er. Á virkum dögum kemur góð hreyfing mér í gott skap. Á meðan góður matur, vinir og smá vín getur komið sterkt inn um helgar," segir Halla en hún situr í stjórn starfsmannafélagsins og er þekkt fyrir að plana gott stuð fyrir starfsfólk Orkusölunnar.