Jóhanna Baldursdóttir, gjaldkeri
Jóhanna Baldursdóttir er gjaldkeri Orkusölunnar en hún hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2022.
,,Ég er konan með peningana....mín helstu verkefni eru að fylgjast með innflæði og útflæði á bankareikningum fyrirtækisins, lesa inn kröfur, senda kröfur í bankann og greiða reikninga," segir Jóhanna
Hvað gerir Orkusöluna að góðum vinnustað?
,,Það sem gerir Orkusöluna að besta vinnustaði i heimi er án efa starfsfólkið. Það er algjör lukkupottur að vinna á vinnustað þar sem nákvæmlega allir eru æðislegir, bera virðingu fyrir hvoru öðru og eru sjúklega skemmtilegir. Einnig er líka æðislegt hvað maður fær tækifæri á að læra nýja hluti og er treyst til þess að framkvæma þá," segir Jóhanna sem leggur mikið upp úr því að hafa gaman í vinnunni.
Hvað er stuð fyrir þér?
Jóhanna er mikill stuðbolti og er þekkt fyrir að halda uppi stuðinu hjá Orkusölunni. ,,Stuð fyrir mér er jákvæðni, að hlæja og hafa gaman.....og það er svo sannarlega mikið stuð að hlæja með stuðboltunum í Orkusölunni," segir Jóhanna.