Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Magnús hefur starfað hjá Orkusölunni í um 15 ár sem framkvæmdastjóri félagsins eða því sem næst frá stofnun þess.
,,Helstu verkefni mín sem framkvæmdastjóri eru að stýra félaginu í rétta átt til samræmis við stefnu fyrirtækisins. Ég vinn mjög náið með öllum sviðum fyrirtækisins til að fylgja eftir stefnum okkar og áætlunum með það markmið að tryggja framúrskarandi árangur og hagkvæman rekstur. Það sem veitir mér einnig sérstaklega ánægju í vinnunni eru okkar áhugaverðu verkefni sem hafa mikla og jákvæða þýðingu fyrir umhverfið okkar, viðskiptavini og samfélagið," segir Magnús
Hvað gerir Orkusöluna að góðum vinnustað?
,,Það sem gerir Orkusöluna að frábærum vinnustað er sú menning sem okkar framúrskarandi starfsfólk hefur búið til í kringum starfsemina. Við erum mjög opin fyrir því að taka á móti nýjum hugmyndum og skoðunum frá öllu okkar starfsfólki sem gefur okkur einstakt svigrúm til að láta áhugaverð verkefni verða að veruleika. Við höfum því daglega tækifæri til þess að láta að okkur kveða þegar kemur að almennri þróun á sviði orkumála," segir Magnús
Magnús talar einnig um að fyrirtækið hafi stutt við starfsfólk sitt til að auka við menntun eða aðra færni með það að markmiði að ná enn betri árangri. ,,Þetta eru helstu ástæður fyrir því að ég hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum degi og vinna með hópi framúrskarandi starfsfólks sem deilir þessari sýn á starfsemi fyrirtækisins með mér," segir Magnús
Hvað er stuð fyrir þér?
,,Númer eitt, tvö og þrjú finnst mér mjög mikilvægt að hafa gaman í vinnunni og skemmir ekki fyrir að við erum í stanslausu STUÐI allan daginn, " segir Magnús en það endurspeglast í þeim grunni sem fyrirtækið hefur lagt upp með þegar kemur að stemningunni hjá Orkusölunni.
,,STUÐ sameinar einfaldlega allt það skemmtilega sem okkur dettur í hug og kemur öllum í gott skap!" segir Magnús sem er þekktur fyrir að ýta reglulega á stuðtakkann sem er staðsettur í höfuðstöðvum Orkusölunnar.