Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, sérfræðingur í markaðsmálum
Sigmundína hóf störf hjá Orkusölunni árið 2019 sem sölu- og þjónusturáðgjafi og hefur því starfað hjá fyrirtækinu í rúm þrjú ár.
,,Samhliða vinnu var ég í fjarnámi og útskrifast frá HA sem viðskiptafræðingur. Núna starfa ég sem sérðfræðingur í markaðsmálum hjá Orkusölunni og búin að sinna því starfi í að verða tvö ár," segir Sigmundína
,,Mín helstu verkefni hjá Orkusölunni eru að sinna samfélagsmiðlum fyrirtækisins, skipulagning viðburða og styrkja ásýnd & ímynd Orkusölunnar. Dagurinn minn byrjar oftast á góðum kaffibolla og renna yfir Asana og gíra mig inn í daginn," segir Sigmundína
Hvað gerir Orkusöluna að góðum vinnustað?
Sigmundína leggur mikið upp úr því að skapa góðan starfsanda og finnst mikilvægt að starfsmenn sýni liðsheild.
,,Starfsmenn Orkusölunnar eru þeir sem gera Orkusöluna að góðum vinnustað. Vinirnir sem ég hef eignast og andinn er frábær. Stjórnendur setja tóninn og eru til fyrirmyndar, þeim er umhugað um sína starfsmenn og vilja sjá þá blómstra. Ég get 100% yfirfært þetta á mig, en þau fjölbreyttu verkefni, ábyrgðin og traustið sem mér hefur verið falið er ómetanlegt," segir Sigmundína
,,Minn yfirmaður er fyrst til að peppa ef eitthvað er vel gert, samgleðjast þegar vel gengur og líka fyrst til að vera til staðar ef það kemur eitthvað uppá, það er ekki sjálfgefið að þetta verði persónulegt," segir Sigmundína
Hvað er stuð fyrir þér?
,,Mín mantra er – you make your own happiness, og það sama á við um stuðið, þú býrð til þitt eigið stuð," segir Sigmundína og bætir við ; ,,Dilla sér við góða tónlist, hreyfing, ferðalög og samvera með vinum og fjölskyldu," en Sigmundína er þekkt fyrir að skipuleggja frábæra starfsmannadaga þar sem hún hefur sýnt mikla takta, bæði á dansgólfinu og í karaoke.