Sunneva Árnadóttir, sérfræðingur í viðskiptakerfum
Sunneva hóf formlega störf hjá Orkusölunni árið 2008 og hefur því starfað hjá fyrirtækinu í að verða 15 ár. Sunneva hefur sinnt hinum ýmsu verkefnum en í dag sinnir hún eftirliti og eftirfylgni í viðskiptakerfum Orkusölunnar.
„Ýmsar skráningar og leiðréttingar koma inn á borð til mín og svo eru það föst mánaðarleg verkefni eins og reikningakeyrsla og tengd verkefni,“ segir Sunneva.
Hvað gerir Orkusöluna að góðum vinnustað?
,,Það er margt sem gerir Orkusöluna að góðum vinnustað en það sem stendur upp úr er sveigjanlegur vinnutími og góð vinnuaðstaða. Svo skemmir ekki fyrir að samstarfsfólkið er skemmtilegt og eins eru sanngjörn laun hjá Orkusölunni," segir Sunneva
Hvað er stuð fyrir þér?
,,Ef ég er með hugann við vinnuna, þá er það "gott samband og skemmtilegheit" ...já og líklega það sama utan vinnu þ.e. skemmtilegt fólk við skemmtilegar aðstæður og ekki má gleyma taktgóðri tónlist því dans kemur mér alltaf í stuð," segir Sunneva sem á það til að sýna tryllta danstakta í hinum ýmsu starfsmannaskemmtunum.