Þór Sigþórsson, viðskiptastjóri
Þór hóf störf hjá Orkusölunni í mars árið 2022 og hefur því starfað hjá fyrirtækinu í eitt ár.
,,Þetta ár hefur verið besta ár lífs míns á vinnumarkaði!" segir Þór en hann starfar á fyrirtækjasviði þar sem hans helstu verkefni snúa að sölu til nýrra og núverandi viðskiptavina, samskiptum og uppbyggingu viðskiptatengsla við fyrirtæki í viðskiptum við Orkusöluna.
Hvað gerir Orkusöluna að góðum vinnustað?
,,Það er lagt mikið upp úr því að Orkusalan sé fjölskylduvænn vinnustaður og maður finnur það frá yfirmönnum að fjölskylda starfsmannsins er ávallt í fyrsta sæti. Mannauður fyrirtækisins er líka gríðarlega mikilvægur en mórallinn er uppá 10 og það er alltaf gaman að mæta í vinnuna," segir Þór en hann leggur mikið upp úr því að skapa jákvæða og góða stemningu hjá Orkusölunni.
Hvað er stuð fyrir þér?
,,Stuð fyrir mér er að sjá fleiri fyrirtæki í viðskiptum í dag en í gær," segir Þór sem stundum er kallaður Stuðkóngur Orkusölunnar