Þórhallur Halldórsson, sviðsstjóri auðlinda
Þórhallur hóf störf hjá Orkusölunni árið 2018 sem sviðsstjóri auðlinda. Þórhallur hefur starfað í orkugeiranum í fjöldamörg ár en áður starfaði hann sem deildarstjóri hönnunar og verkefnastjórnunar hjá RARIK.
,,Sviðið auðlindir sér um að skoða og þróa áfram nýja virkjunarkosti með það í huga að auka hlut eigin framleiðslu í orkuöflun. Einnig hefur sviðið umsjón með stærri viðhaldverkum í virkjunum Orkusölunnar," segir Þórhallur
,,Helstu áskoranir sviðsins eru að fylgjast vel með virkjunarkostum og finna nýja. Auk þess að afla þekkingar og fylgjast með nýjungum í orkuframleiðslu," segir Þórhallur
Hvað gerir Orkusöluna að góðum vinnustað?
,,Það sem gerir Orkusöluna að góðum vinnustað er fyrst og fremst hvað það eru mörg áhugaverð og fjölbreytt verkefni hjá fyrirtækinu," segir Þórhallur sem nefnir einnig að samvinna og liðsheild skipti hann miklu máli.
,,Styrkleiki Orkusölunnar liggur í góðri samvinnu frábærs starfsfólks með fjölbreyttan bakgrunn," segir Þórhallur
Hvað er stuð fyrir þér?
Þórhallur hefur gaman af allri útivist og þekkir flestar gönguleiðir hér á landi.
,,Stuð fyrir mér er samvera, góð hreyfing og ferðalög með skemmtilegu fólki, " segir Þórhallur sem er einn af aðal göngugörpunum í gönguhópnum Orkulaus, gönguhópur á vegum starfsmannafélags Orkusölunnar.