Stuðreyndir - fræðsluefni frá Orkusölunni

Stuðreynd 1


Hver er munurinn á dreifiveitu og söluveitu?

Dreifiveitur sjá um að dreifa rafmagni til allra notenda á landinu. Þær hafa einkaleyfi á dreifingu á sínum svæðum og sjá um öll kerfi sem tilheyra undir þær. Dreifiveitur á landinu eru fimm talsins. Ekki er hægt að skipta um dreifiveitur þar sem mælarnir eru staðbundnir.


Stuðreyndir - fræðsluefni frá Orkusölunni

Raforkusalar eru á samkeppnismarkaði og þurfa neytendur að taka upplýsta ákvörðun um hvaða raforkusala þeir ætla að velja. Búseta skiptir ekki máli þegar verið er að taka ákvörðun um hvaða raforkusali verður fyrir valinu.

Orkusalan er raforkusali og því getur þú komið í viðskipti til okkar. Orkusalan framleiðir og selur rafmagn til einstaklinga og fyrirtækja um allt land, það tekur aðeins eina mínútu að skipta!

Stuðreyndir - fræðsluefni frá Orkusölunni

Rafmagnsneytendur borga tvo reikninga fyrir hvern mæli, einn til dreifiveitu fyrir dreifingu og flutning á rafmagni, og annan reikning til raforkusala. Þetta getur valdið miklum vangaveltum og ruglingi hjá neytendum og er því mikilvægt að kynna sér möguleikana sem eru til staðar.

Það er hægt að flytja rafmagnið til okkar, óháð því hjá hvaða dreifiveitu mælirinn er. Það er einfaldara en þig grunar að skipta yfir til Orkusölunnar. Þú skráir þig bara og við sjáum um rest.