
Stuðreynd 2
Fimm dreifiveitur eru á Íslandi, þeirra hlutverk er að annast dreifingu raforku og kerfisstjórnun á sínu dreifiveitusvæði. Orkustofnun hefur eftirlit með dreifiveitum landsins. Dreifiveitur eiga sitt dreifisvæði og er á einokunarmarkaði, þ.e. neytendur geta ekki valið við hverja þeir skipta, það er svæðisbundið.

Dreifiveiturnar eru fimm talsins og dreifa rafmagni á mismunandi svæði. Þær eru:
HS Veitur
Norðurorka
Orkubú Vestfjarða
Veitur
Rarik

HS Veitur dreifa rafmagni ;
á Reykjanesskaga,
í Hafnarfirði,
á Álftanesi og syðri hluta Garðabæjar,
í Árborg og í Vestmannaeyjum

Norðurorka sér um dreifingu á rafmagni á Akureyri.

Orkubú Vestfjarða dreifir rafmagni á Vestfjarðarkjálkanum.

Veitur dreifir rafmagni;
í Reykjavík,
á Seltjarnarnesi,
í Garðabæ norðan Vifilstaðalækjar,
í Mosfellsbæ,
á Kjalarnesi og á Akranesi

Rarik dreifir rafmagni út um allt land að slepptum;
Vestfjörðum,
suðvesturhorninu,
Árborg,
Vestmannaeyjum,
Akureyri