Stuðreynd 7
Í kjölfar nýrra raforkulaga þar sem kveðið var á um aðskilnað orkufyrirtækjanna, annarsvegar milli fyrirtækja í framleiðslu og sölu og hinsvegar fyrirtækja í flutningi og dreifingu á rafmagni, var Orkusalan stofnuð árið 2006.
Þú borgar alltaf tvo rafmagnsreikninga, einn fyrir dreifingu og annan fyrir sölu.
Dreifing raforku er sérleyfisháð og er hver og einn raforkunotandi bundinn ákveðinni dreifiveitu.
Sala á raforku er ekki sérleyfisháð og því getur þú valið við hvaða raforkusala þú vilt eiga í viðskiptum við.
Orkusalan er raforkusali og þú getur komið í viðskipti til okkar hvenær sem er. Það tekur aðeins eina mínútu að skipta yfir til okkar.