Stuð með styrkjum

Orkusalan tekur virkan þátt í hinum ýmsu samfélagsmálum og hefur verið stoltur styrktaraðili margra verkefna víðsvegar um landið.
Sótt er um styrk hér á vef Orkusölunnar. Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári en styrkjum er úthlutað á stuðdeginum sjálfum, 10. mars á hverju ári.

Gildi Orkusölunnar eru höfð að leiðarljósi við val á umsóknum. Óskað er eftir því að umsækjendur tilgreini samsvörun viðfangsefnis við eitt eða fleiri þeirra gilda. Gildi Orkusölunnar eru Gróska, gleði og áreiðanleiki.
- Gróska stendur fyrir sköpunarkraft og framtíðarhugsun sem hvetur okkur áfram. Við erum hugrökk og fögnum nýjum áskorunum!
- Gleði hefur einkennt Orkusöluna frá upphafi. Liðsandinn er sterkur og gleðin umlykur umhverfið. Samskipti okkar einkennast af virðingu fyrir ólíkri þekkingu og reynslu!
- Áreiðanleiki rammar inn gæðamenningu og fagmennsku. Við vöndum til verka og komum heiðarlega fram. Við leitum leiða til að halda í einfaldleikann í flóknu rekstarumhverfi!
Orkusalan og samfélagið
Hér er hægt að sjá fréttir af verkefnum sem Orkusalan hefur tekið þátt í á undanförnum árum.
Norðurljósahlaup Orkusölunnar
Orkusalan hefur undanfarin ár verið styrktaraðili Norðurljósahlaupsins.
Máttarstólpi Borgarleikhússins
Orkusalan er máttarstólpi Borgarleikhússins.
Stuðsvellið
Stuðsvell Orkusölunnar og NOVA hefur verið partur af jólaösinni í desembermánuði undanfarin ár.