Skeiðsfossvirkjun

Uppsett afl
4,8 MW
Meðalrennsli á sek.
10,6 M3
Virkjunin opnaði
1945
Staðsetning
Norðurland

Skeiðsfossvirkjun

Virkj­unin stendur í Fljótum (í Skagafirði).

Fljótaá á Norð­ur­landi

Fljótaá á upptök í fjöllum norð­an­vert á Trölla­skaga, einkum sunnan við Lágheiði. Áin rennur í gegnum Stíflu, sérstæðan dal sem er 2 km að lengd og 1 km að breidd. Dals­mynnið að norð­an­verðu er girt háum hólum, Stíflu­hólum, og hefur áin brotið sér leið í gegnum hólana á 1 km kafla. Þaðan rennur hún í Mikla­vatn og síðan út í Fljótavík. Fljótaá er dragá og er því vatns­magn hennar breyti­legt eftir árstíðum. Vatna­svið mun vera um 110 km2.

Sigl­firð­ingar fengu snemma á öldinni auga­stað á virkjun Fljótaár. Árið 1935 var bæjar­stjórn Siglu­fjarðar heim­ilað að reisa og reka raforku­stöð við Fljótaá og leggja háspennu­taugar til Siglu­fjarðar.

Skeiðs­foss­virkjun I

Fram­kvæmdir hófust sumarið 1942 og var Fljótaá stífluð í gljúfrum um 300 metrum frá þeim stað er hún rennur inn í Stíflu­hóla. Í stöðv­ar­húsinu var komið fyrir 2.350 hest­afla (1,8 MW) Francis-hverfli og gert ráð fyrir annarri sams konar samstæðu er gæti tengst sömu aðrennsl­is­pípu. Tölu­verðar tafir urðu vegna erfiðra aðdrátta í heims­styrj­öld­inni og straumi var hleypt frá Skeiðs­foss­virkjun til Siglu­fjarðar 29. mars 1945. Seinni véla­sam­stæðan var ekki sett upp fyrr en tæpum 10 árum síðar eða í ágúst 1954. Var þá saman­lagt vélaafl 3,2 mega­vött.

Skeiðs­foss­virkjun II

Á árunum eftir 1960 var farið að huga að frekari virkj­un­ar­fram­kvæmdum við Fljótaá. Var ákveðið að reisa 1,7 MW virkjun við Stóru-Þverá. Vinna við hina nýju virkjun hófst 1974. Reist var tuttugu metra löng yfir­falls­stífla með fjórum flóð­gáttum, þremur lokum og laxa­stiga. Út frá henni í báðar áttir voru jarð­stíflur og varn­ar­garður að aust­an­verðu. Þá mynd­aðist lón og frá því var grafinn eins kíló­metera langur skurður að inntakslóni. Frá inntaki liggur 520 metra löng stein­steypt pípa, tæpir tveir metrar í þvermál, að átján metra háum stein­steyptum jöfn­un­ar­turni. Frá honum liggur 85 metra löng þrýsti­vatns­pípa úr stáli og er hún tveir metrar í þvermál. Fallhæð er því rúmir þrjátíu metrar. 20. október 1976 tók Skeiðs­foss­virkjun II form­lega til starfa.

Rarik tekur við

Undir lok ársins 1990 skipaði bæjar­stjórn Siglu­fjarðar nefnd til viðræðna við Rafmagns­veit­urnar um sölu á virkj­un­inni, rafveit­unni og jafnvel hita­veit­unni. Samn­ingur um kaup RARIK á Rafveitu og Hita­veitu Siglu­fjarðar var undir­rit­aður 7. apríl 1991. Eign­uðust Rafmagns­veit­urnar Skeiðs­foss­virkj­anir báðar og allt orku­veitu­kerfi á Siglu­firði.

Eftir að RARIK tók við rekstr­inum var ráðist í umfangs­miklar endur­bætur. Nýjum botn­loka var komið fyrir í stíflu 1994, inntak lagfært, ristar endur­nýj­aðar, svo og rafkerfi. Til þess þurfti að tæma forða­lónið. Samhliða þessu var gangráður og rafall í véla­sam­stæðu endur­nýj­aður ásamt ýmsum þétt­ingum og fóðr­ingum fyrir vatns­vélina. Árið 1995 var unnið að umfangs­miklum endur­bótum á Skeiðs­foss­virkjun II, gerðar voru sams konar lagfær­ingar á véla­sam­stæðu og vatnsvél og í Skeiðs­foss­virkjun árið áður. Árið 1996 var Skeiðs­foss­virkjun búin undir fjar­gæslu og fjar­stýr­ingu.

Uppsett afl beggja virkja er 4,8 MW.